Með klásúlu upp á milljarð evra

Pedri verður í herbúðum Börsunga næstu árin.
Pedri verður í herbúðum Börsunga næstu árin. AFP

Spænska ungstirnið Pedri hefur komist að samkomulagi við spænska knattspyrnufélagið Barcelona um að skrifa undir nýjan samning við félagið sem mun gilda til sumarsins 2026.

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því á twitteraðgangi sínum í dag að hinn 18 ára gamli Pedri muni skrifa undir samninginn í dag eða á næstu dögum.

Þar greinir hann einnig frá ansi athyglisverðri klásúlu sem verður að finna í samningnum. Hún kveður á um að ef félag vill fá Pedri í sínar raðir á samningstímanum þarf það að gjöra svo vel að reiða fram einn milljarð evra.

Það eru litlir 150 milljarðar króna.

mbl.is