Brasilíumaðurinn skrifar undir hjá Arsenal

Gabriel Jesus.
Gabriel Jesus. AFP/Paul Ellis

Sóknarmaðurinn Gabriel Jesus hefur skrifað undir fimm ára samning við enska knattspyrnufélagið Arsenal frá Manchester City. Þetta staðfestir íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano á Twitter-síðu sinni.

Jesus samdi við City í ágúst 2016 og gekk formlega til liðs við Englandsmeistarana í janúar 2017. Hann skoraði 58 mörk í 159 úrvalsdeildarleikjum með liðinu og vann fjölmarga titla.

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, þekkir vel til Jesus enda var Spánverjinn aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá City og er kunningsskapur þeirra ein af ástæðunum fyrir því að Jesus ákvað að ganga til liðs við Norður-Lundúnarliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert