Reglubreytingar í ítölsku A-deildinni

Milan urðu deildarmeistarar þetta tímabil.
Milan urðu deildarmeistarar þetta tímabil. Filippo Monteforte/AFP

Reglubreytingar voru gerðar í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu um hvernig er úrskurðað um sigurvegara ef tvö lið standa jöfn stiga eftir þá  38 leiki sem eru spilaðir.

Tvö efstu liðin munu takast á í úrslitaleik en hann verður ekki framlengdur sem þýðir að ef enginn sigurvegari stendur eftir 90 mínútna fótboltaleik þá verður farið beint í vítaspyrnur. 

Í ensku, spænsku, þýsku, og frönsku deildinni er dæmt um sigurvegara út frá markatölu. Ítalska deildin notaðist ekki við þá reglu heldur hafa hingað til úrslit úr innbyrðis leikjum liðanna ráðið til um hvaða sæti liðin endi ef þau eru jöfn. Sú regla mun ennþá gilda um lið sem enda jöfn stiga neðar í deildinni.

AC Mílan vann deildina í ár með aðeins tveggja stiga forskoti á Inter en hefði unnið deildina þökk sé gömlu reglunni hefðu liðin endað jöfn stiga. Leikir liðanna á tímabilinu enduðu 1:1 og 2:1 fyrir Mílan.

Þessi regla hefur áður verið í ítölsku A-deildinni og vann Bologna deildina árið 1964 með því að spila úrslitaleik við Inter á hlutlausum velli í Róm.

mbl.is