Norska Íslendingaliðið örugglega áfram – Patrik varði víti

Patrik Sigurður Gunnarsson varði víti í kvöld.
Patrik Sigurður Gunnarsson varði víti í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norska liðið Viking fór í kvöld örugglega áfram í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta er það mætti Sligo Rovers frá Írlandi í seinni leik liðanna í 3. umferðinni. Leikið var á Írlandi og fagnaði heimaliðið 1:0 sigri.

Viking vann heimaleikinn 5:1 og fór því áfram með 5:2-samanlögðum sigri. Patrik Sigurður Gunnarsson var allan tímann í markinu hjá Viking og Samúel Kári Friðjónsson lék einnig allan leikinn. Patrik varði víti á 75. mínútu. 

Samúel átti glæsilegan fyrri leik í einvíginu, er hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö. 

Norsku Víkingarnir eru þar með komnir í umspilið um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og mæta þar FCSB frá Rúmeníu tvo næstu fimmtudaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert