Hafna því að hafa óskað eftir afsögn þjálfarans

Alexia Putellas, besta knattspyrnukona heims, er ein af þeim sem …
Alexia Putellas, besta knattspyrnukona heims, er ein af þeim sem skrifar undir yfirlýsinguna. AFP/Ozan Kose

Leikmenn spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu segja það ekki rétt að fimmtán þeirra hafi neitað því að spila fyrir hönd þjóðarinnar á meðan Jorge Vilda er enn landsliðsþjálfari.

Spænska knattspyrnusambandið fullyrti í yfirlýsingu að því hafi borist tölvupóstur frá 15 leikmönnum kvennalandsliðsins þar sem þær hafi hótað því að hætta að leika með landsliðinu ef Vilda yrði ekki leystur frá störfum.

Í yfirlýsingu sem nokkrir leikmenn spænska landsliðsins skrifa undir segir að það sé ekki rétt.

Í yfirlýsingunni, sem Alexia Putellas hjá Barcelona, Ona Batlle hjá Manchester United og Leila Ouahabi hjá Manchester City, er lýst yfir vonbrigðum yfir því að einkasamskipti hafi verið gerð opinber.

„Við áttum okkur á því að það er ekki í okkar verkahring að velja þjálfarann.

Við höfum síður en svo lagt skóna á hilluna með spænska landsliðinu eins og Knattspyrnusamband Spánar bendir á í opinberri yfirlýsingu sinni.

Við höfum hins vegar óskað eftir því að vera ekki valdar vegna aðstæðna sem hafa áhrif á andlega og persónubundna heilsu og frammistöðu okkar og þar af leiðandi úrslit landsliðsins,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni.

Einnig er bent á að óskað sé eftir staðfasta skuldbindingu við faglegt verkefni þar sem öllum þáttum er sinnt til hlítar með það fyrir augum að ná því besta úr liðinu.

Sam­bandið ætl­ar ekki að leyfa leik­mönn­um að hafa áhrif á ráðningu á landsliðsþjálf­ara og hans teymi, þar sem það er ekki í þeirra verka­hring,“ seg­ir m.a. í yf­ir­lýs­ingu spænska sam­bands­ins.

Þar kem­ur einnig fram að leik­menn­irn­ir fimmtán fá ekki að snúa aft­ur í landsliðið, nema þær viður­kenni að þær hafi gert mis­tök og biðjist af­sök­un­ar.

Í tölvu­póst­un­um kem­ur m.a. fram að Vilda hafi slæm áhrif á and­lega heilsu leik­manna, en ekki er farið nán­ar út í hvers vegna hann hafi slík áhrif. 

Í yfirlýsingu spænska sambandsins kom fram að leik­menn­irn­ir fimmtán fái ekki að snúa aft­ur í landsliðið nema þær viður­kenni að þær hafi gert mis­tök og biðjist af­sök­un­ar.

mbl.is