Neymar gekk út úr viðtali

Neymar með boltann í leiknum gegn Gana.
Neymar með boltann í leiknum gegn Gana. AFP/Lou Benoist

Brasilíska knattspyrnustjarnan Neymar var ekki sáttur við spurningu frá blaðamanni eftir 3:0-sigur Brasilíu á Gana í vináttuleik um helgina. Leikið var á Stade Océane-vellinum í Le Havre í Frakklandi.

Neymar lagði upp tvö mörk í leiknum og ræddi við fréttamenn eftir leik. Hann var síðan spurður út í samband sitt við Kylian Mbappé, samherja sinn hjá París SG.

Franskir fréttamiðlar hafa greint frá ósætti þeirra á milli en Neymar hafði lítinn áhuga á að svara spurningum þess efnis og gekk út úr viðtalinu.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is