Möguleikar Rosengård úr sögunni

Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård.
Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rosengård á ekki möguleika á því að komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn Benfica frá Portúgal í D-riðli keppninnar í Svíþjóð í kvöld.

Leiknum lauk með 3:1-sigri Benfica þar sem Eyjakonan fyrrverandi Cloé Eyja Lacasse skoraði tvö mörk fyrir Benfica.

Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård sem er án stiga í neðsta sæti riðilsins en Benfica er með 6 stig í þriðja sætinu.

Barcelona og Bayern München eru í efstu sætum riðilsins, bæði með 9 stig, en þau mætast í Þýskalandi síðar í kvöld.

mbl.is