Norskur miðjumaður til United

María Þórisdóttir í leik með Manchester United á þarsíðasta tímabili.
María Þórisdóttir í leik með Manchester United á þarsíðasta tímabili. Ljósmynd/@ManUtdWomen

Norski miðjumaðurinn Lisa Naalsund er gengin í raðir toppliðs Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna.

Naalsund, sem er 27 ára gömul landsliðskona Noregs, kemur frá deildar- og bikarmeisturum Brann í heimalandinu og skrifaði undir samning við Rauðu djöflana sem gildir til sumarsins 2026.

Hún er þriðji leikmaðurinn sem Man. United festi kaup á í janúarglugganum eftir að franski varnarmaðurinn Estelle Cascarino kom að láni frá París SG og kanadíski varnarmaðurinn Jayde Riviere kom á frjálsri sölu.

Hin hálfíslenska María Þórisdóttir er á mála hjá Manchester United.

mbl.is