Áfall fyrir Messi og félaga

Kylian Mbappé meiddist í gærkvöldi.
Kylian Mbappé meiddist í gærkvöldi. AFP/Sylvain Thomas

Franska knattspyrnufélagið París SG hefur tilkynnt að sóknarmaðurinn Kylian Mbappé verði frá keppni næstu þrjár vikurnar.

Mbappé meiddist á læri er Parísarliðið vann 3:1-sigur á Montpellier á útivelli í frönsku 1. deildinni í gærkvöldi.

Á meðal leikja sem Mbappé missir af er fyrri leikur París SG og Bayern München í Meistaradeildinni á heimavelli 14. febrúar næstkomandi. Hann ætti að vera klár í slaginn er seinni leikurinn verður leikinn 8. mars.  

Er um mikið áfall fyrir PSG að ræða, enda Mbappé einn allra besti knattspyrnumaður heims í dag. 

mbl.is