Rekinn þrátt fyrir 70% sigurhlutfall

Julian Nagelsmann yfirgefur æfingasvæði Bayern.
Julian Nagelsmann yfirgefur æfingasvæði Bayern. AFP/Christof Stache

Julian Nagelsmann var í dag rekinn sem knattspyrnustjóri þýska stórveldisins Bayern München og mun Thomas Tuchel taka við af honum. 

Ef rýnt er í gögnin munu margir telja að brottreksturinn hafi verið harður. Bayern situr sem er í öðru sæti deildarinnar, stigi frá toppnum og er í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 

Tölfræði Nagelsmann er góð, en hann var með 71,4% sigurhlutfall hjá félaginu, 84 leikir, 60 sigrar, 14 jafntefli og tíu töp. Nagelsmann vann einnig þýsku 1. deildina á síðasta tímabili, sínu fyrsta, og hefur unnið tvo þýska ofurbikara. 

Ásamt því hefur Bayern farið létt með andstæðinga sína í Meistaradeildinni en Bayern endaði í efsta sæti með fullt hús stiga í riðli með Barcelona, Inter Mílanó og Viktoria Plzen. Í 16-liða úrslitum mættu Bæjarar svo París SG og fóru létt með franska liðið, 3:0. 

mbl.is