Leik hætt á Ítalíu vegna óhugnanlegs atviks

Frakkinn Obite Evan Ndicka
Frakkinn Obite Evan Ndicka AFP/Tiziana FABI

Leik Udinese og Roma í ítölsku deildinni í knattspyrnu hefur verið hætt eftir að varnarmaður Roma var borinn af velli vegna sársauka í brjósti.

Obite Evan N'Dicka, leikmaður gestanna frá Rómarborg, lagðist í grasið og kvartaði undan verkjum í brjósti í síðari hálfleik. N'Dicka var borinn af velli en hann var með fulla meðvitund allan tímann. Dómari leiksins, Luca Pairetto, ákvað í samráði við þjálfara liðanna að stöðva leikinn og liðin gengu til búningsklefa á 72. mínútu.

Óvíst er hvenær leikurinn verður kláraður en staðan var 1:1 þegar leik var hætt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert