Southgate gagnrýndur vegna Rashford

Marcus Rashford í tapi Englands gegn Íslandi á EM 2016.
Marcus Rashford í tapi Englands gegn Íslandi á EM 2016. Skapti Hallgrímsson

Michael Owen, fyrrum leikmaður enska landsliðsins, hefur gagnrýnt landsliðsþjálfara Englands fyrir að skilja Marcus Rashford eftir utan hóps fyrir EM í sumar. 

Gareth Southgate sleppti reynsluboltum á borð við Jordan Henderson og Raheem Sterling ásamt Rashford en valdi ungstirnin Adam Wharton, Jarell Quansah og Curtis Jones í þeirra stað.

Michael Owen gagnrýndi valið á X reikningi sínum. „Það kom mér á óvart að Gareth Southgate valdi ekki Marcus Rashford. Hann átti ekki gott tímabil en lokamót eru öðruvísi og hann hefur alltaf spilað vel í treyju Englands. Við eigum marga góða sóknarmenn en fáa með hraða Rashford“.

Næsta verkefni Englands eru vináttuleikir gegn Íslandi og Bosníu Herzegóvínu í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka