Anand tryggir sér heimsmeistaratitil í skák

Viswanathan Anand, nýr heimsmeistari í skák.
Viswanathan Anand, nýr heimsmeistari í skák. AP

Indverjinn Viswanathan Anand vann Spánverjann Alexei Shirov í fjórðu einvígisskák þeirra um heimsmeistaratitil Alþjóða skáksambandsins, FIDE. Anand hefur þar með tryggt sér 3½ vinning í úrslitaeinvíginu sem átti að vera sex skákir og er því heimsmeistari.

Shirov var heillum horfinn í úrslitaeinvíginu sem fór fram í Tehran í Íran. Fyrstu skákinni lauk með jafntefli en síðan vann Anand næstu þrjár. Í dag gafst Shirov upp í 41. leik eftir að hafa fórnað tveimur mönnum fyrir sóknarfæri sem ekki gengu eftir. Heimasíða FIDE
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert