Sölvi til Djurgården

Víkingur og Djurgården hafa komist að samkomulagi um kaup sænsku meistaranna á knattspyrnumanninum efnilega Sölva Geir Ottesen. Djurgården hefur ennfremur gert munnlegt samkomulag við Sölva um samning til hálfs fimmta árs, eða út keppnistímabilið 2008.

Sölvi fer til Svíþjóðar á þriðjudaginn og gengst þá undir læknisskoðun hjá Djurgården og skrifar formlega undir samninginn.

Sölvi er tvítugur varnarmaður og hefur vakið mikla athygli með Víkingum í úrvalsdeildinni það sem af er sumri, sem og í 1. deildinni í fyrra. Ljóst er að leikurinn gegn Grindavík í fyrrakvöld var kveðjuleikur hans með Víkingum en þar fékk hann að líta rauða spjaldið og er því í leikbanni í næsta leik liðsins. "Ég er mjög ánægður með þetta og þetta er góður samningur og mér líst mjög vel á þetta félag því þetta er auðvitað topplið í Svíþjóð," sagði Sölvi Geir í samtali við Morgunblaðið í gær.

Djurgården, sem er frá Stokkhólmi, hefur orðið sænskur meistari undanfarin tvö ár en er sem stendur í sjöunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og verður Sölvi fyrsti íslenski leikmaðurinn hjá félaginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert