Davíð Freyr náði í fern gullverðlaun

Íslenski hópurinn vann stigakeppnina í flokki fullorðinna í gær.
Íslenski hópurinn vann stigakeppnina í flokki fullorðinna í gær. mbl.is/KAÍ

Íslenskt karatefólk átti afar góðu gengi að fagna á Opna Stokkhólmsmótinu sem fram fór um helgina. Alls náði íslenska liðið í sex gullverðlaun, sex silfurverðlaun og sex bronsverðlaun á mótinu en 650 keppendur frá 11 löndum tóku þátt. Íslenski hópurinn varð stigahæstur í flokki fullorðinna í gær.

Í flokki fullorðinna náði Aðalheiður Rósa Harðardóttir bestum árangri en hún hlaut tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun í einstaklingsflokki auk þess að vinna til gullverðlauna í hópkata ásamt Svönu Kötlu Þorsteinsdóttur og Kristínu Magnúsdóttur. Kristján Helgi Carrasco náði bestum árangri fullorðinna karla í einstaklingsflokki en hann fékk silfur í kumite í -67 kg flokki.

Senuþjófurinn í íslenska hópnum var hins vegar hinn 15 ára gamli Davíð Freyr Guðjónsson sem vann allar sínar viðureignir og hlaut samtals fern gullverðlaun. Davíð Freyr fékk gull í báðum einstaklingsflokkunum sem hann keppti í, í flokki 14-15 ára, auk þess að vinna hópkata í flokki fullorðinna og unglinga ásamt þeim Birki Indriðasyni og Heiðari Benediktssyni.

Hér að neðan má sjá öll verðlaun íslenska hópsins:

Gull kata cadet dan: Davíð Freyr Guðjónsson
Gull kata cadet open: Davíð Freyr Guðjónsson
Gull teamkata senior: Davíð Freyr Guðjónsson, Birkir Indriðason, Heiðar Benediktsson
Gull teamkata junior: Davíð Freyr Guðjónsson, Birkir Indriðason, Heiðar Benediktsson
Gull teamkata cadet: Bogi Benediktsson, Breki Guðmundsson, Eiríkur Örn Róbertsson
Gull teamkata senior: Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Kristín Magnúsdóttir, Svana katla Þorsteinsdóttir
Silfur kata senior dan: Aðalheiður Rósa Harðardóttir
Silfur kumite senior -61 kg: Aðalheiður Rósa Harðardóttir
Silfur kata junior dan: Svana katla Þorsteinsdóttir
Silfur kata junior open: Heiðar Benediktsson
Silfur kumite senior -67 kg: Kristján Helgi Carrasco
Silfur kumite 13 ára: Breki Guðmundsson
Brons kata senior open: Aðalheiður Rósa Harðardóttir
Brons kata junior dan: Birkir Indriðason
Brons kata junior dan: Heiðar Benediktsson
Brons kata cadet open: Karl Friðrik Schiöth
Brons kata 13 ára: Breki Guðmundsson
Brons team kumite senior: Kristján Helgi Carrasco, Kristján Ó. Davíðsson, Ragnar Eyþórsson

mbl.is