Rosalega svekkjandi

Hér hefur myndavélin vart við keppendum í einum riðli 400 …
Hér hefur myndavélin vart við keppendum í einum riðli 400 m hlaups kvenna í Prag í gær. mbl.is/afp

„Þetta er frekar fúlt. Ég get ekki keppt, ég er það veikur. Ég veit bara ekki hvað ég á að segja, þetta er alveg rosalega svekkjandi. Vonandi skiptir þetta ekki öllu máli þegar maður lítur til baka eftir nokkur ár.“

Þetta segir Einar Daði Lárusson í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Eftir að hafa verið valinn til keppni í sjöþraut á EM innanhúss í Prag sem einn af 15 bestu í Evrópu getur hann ekki keppt í dag vegna slæmrar flensu.

„Ég var bara með smáhósta daginn áður en við komum og veiktist svo fyrstu nóttina. Ég er búinn að vera með hita og beinverki og finnst mér bara ekkert farið að batna ennþá,“ sagði Einar Daði, rámur og hóstandi inni á hótelherbergi sínu í Prag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert