Sonur fyrrum forseta í lífstíðarbann

Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF.
Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF. AFP

Þrír menn voru í dag dæmdir í lífstíðarbann frá afskiptum af frjálsum íþróttum, en þetta er liður í opinberum hneykslismála innan IAAF, Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Meðal þeirra sem er dæmdur er sonur fyrrum forseta.

Lamine Diack var forseti IAAF frá árinu 1999 en lét af embætti fyrr á þessu ári og hefur verið viðriðinn mikil lyfjahneykslismál innan sambandsins. Sonur hans, Papa Massata Diack, starfaði sem ráðgjafi hjá sambandinu en hefur einnig verið flæktur í hneykslisvef föður síns.

Þá fengu Valentin Balakhnisjev og Alexei Kelnikov frá Rússlandi einnig bann frá afskiptum af íþróttinni.

mbl.is