Fanney fékk silfur á HM – myndskeið

Fanney Hauksdóttir úr Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur vann í dag til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu í bekkpressu sem fram fer í Kaunas í Litháen.

Fanney keppir í -63 kg flokki og setti glæsilegt Íslands- og Norðurlandamet þegar hún lyfti 157,5 kg í síðustu tilraun. Lyftuna má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Gundula Von Bachhaus frá Þýskalandi sigraði og lyfti 167,5 kg.

Fanney Hauksdóttir.
Fanney Hauksdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is