Öruggur sigur HK á Þrótti

Matthildur Einarsdóttir lék með Íslandi í strandblaki á Smáþjóðaleikunum.
Matthildur Einarsdóttir lék með Íslandi í strandblaki á Smáþjóðaleikunum. mbl.is/Kris

HK vann öruggan 3:0 sigur á Þrótti í Mizuno-deild kvenna í blaki í gærkvöldi. HK vann hrinurnar þrjár 25:13, 25:19 og 25:23.

Matthildur Einarsdóttir, HK, var stigahæst með 17 stig og Líney Inga Guðmundsdóttir skoraði 13 stig. Hjá Þrótti var Brynja Guðjónsdóttir stigahæst með 7 stig. 

Þetta var fyrsti sigur HK á leiktíðinni en Þróttur hefur tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa. 

mbl.is