Þeir bestu í heimi sýndu að ég þarf að fórna miklu

Ari Bragi Kárason (l.t.h.) fyrstur í mark.
Ari Bragi Kárason (l.t.h.) fyrstur í mark. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fljótasti maður Íslandssögunnar stendur frammi fyrir stórri ákvörðun. Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason hefur bætt Íslandsmetið í 100 metra hlaupi tvö síðustu sumur en sex vikna æfingatörn í byrjun árs með mörgu af allra besta frjálsíþróttafólki heims, úrvalshópnum Altis í Phoenix í Arizona, skýrði betur hve miklu hann þarf enn að kosta til svo að draumurinn um Ólympíuleikana í Tókýó 2020 rætist.

Ari Bragi æfði meðal annars með Kanadamanninum Andre De Grasse, sem varð í 2. sæti á eftir Usain Bolt í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó, og Aries Merritt, heimsmethafa í 110 metra grindahlaupi. Ströng skilyrði ríkja um hverjir fá að æfa með Altis-liðinu, það er afar kostnaðarsamt, en því fylgir úrvalsæfingaaðstaða, -þjálfarar, -sjúkraþjálfarar, -næringarráðgjafar og fleira sem þarf til að frjálsíþróttafólkið geti náð fram sínu besta.

Ari Bragi, sem er 29 ára en hóf ótrúlegt en satt að æfa frjálsíþróttir fyrir aðeins fimm árum, fór fyrst að kynna sér Altis-hópinn fyrir tveimur árum.

Sjá viðtal við Ara Braga í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert