Tiana Ósk úr leik á HM

Tiana Ósk Whitworth.
Tiana Ósk Whitworth. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tiana Ósk Whitworth úr ÍR hefur lokið keppni á heimsmeistaramóti U20 ára í frjálsum íþróttum í Tampere í Finnlandi.

Tiana tók þátt í undanrásunum í 100 metra hlaupi. Hún kom í mark á 11,87 sekúndum og hafnaði í sjötta og næstneðsta sæti í sínum riðli en fjórar fyrstu í hverjum riðli tryggðu sér sæti í undanúrslitunum. Tiana hafnaði í 29. sæti af þeim 37 keppendum sem luku keppni.

Besti árangur Tiönu í þessari grein er 11,68 sekúndur sem jafnframt er Íslandsmet í flokki stúlkna 16-17 ára og 18-19 ára. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur einnig hlaupið á þeim tíma og deila þær því aldursflokkametinu.

mbl.is