Tvöfaldur sigur hjá Bretum

Dina Asher-Smith vann öruggan sigur í 100 metra hlaupi á …
Dina Asher-Smith vann öruggan sigur í 100 metra hlaupi á Evrópumótinu og setti landsmet. Ljósmynd/@dinaashersmith

Bretar urðu hlutskarpastir í 100 metra hlaupi á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Berlín þessa dagana. Zharnel Hughes vann sigur í karlaflokki en hann hljóp á tímanum 9,95 sekúndum og var einum hundraðasta á undan samlanda sínum, Reece Prescod, sem hafnaði í öðru sæti.

Þá vann Dina Asher-Smith sigur í kvennaflokki en hún hljóp á tímanum 10.85 sekúndum. Hún jafnaði þar með besta tíma ársins í 100 metra hlaupi og setti um leið nýtt Bretlandsmet. Asher-Smith vann nokkuð öruggan sigur en Gina Lückenkemper, sem hafnaði í öðru sæti, hljóp á tímanum 10,98.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert