Valgarð í úrslit í stökki

Valgarð í stökkinu.
Valgarð í stökkinu. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Valgarð Reinhardsson tryggði sér í dag sæti í úrslitum í stökki á Evrópumótinu í áhaldafimleikum. Valgarð er í 5. sæti inn í úrslitin, en 8 keppendur komast í úrslit á hverju áhaldi. Til þess að komast í úrslit þarf að keppa með tvö stökk úr mismunandi erfiðleikaflokki.

Valgarð er 22 ára og núverandi Íslandsmeistari og fimleikamaður ársins 2017. Valgarð er úr Gerplu en æfir nú með Alta í Kanada sem kosið var besta fimleikafélagið þarlendis árið 2013. Á sínu fyrsta ári í Kanada varð Valgarð í tólfta sæti á kanadíska meistaramótinu og í ellefta sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt.

Norma Dögg Róbertsdóttir var mjög nærri því að komast í úrslit í stökki á EM 2015 og hafnaði í 9. sæti eða aðeins einu sæti frá því. 

Úrslitin fara fram á sunnudaginn kemur og samkvæmt skipulagi verða úrslit í stökki kl. 15:30. 

Valgarð Reinhardsson er kominn í úrslit.
Valgarð Reinhardsson er kominn í úrslit. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert