Fer í betra lið en ég var í

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir hefur spilað lengi erlendis.
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir hefur spilað lengi erlendis. Ljósmynd/Anders Olofsson

„Mig langaði að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa verið í fjögur ár hjá Örebro. Þegar ég fékk tilboð frá liðinu á ákvað ég að slá til,“ sagði Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í blaki, sem hefur gert samkomulag um að leika með sænska úrvalsdeildarliðinu Hylte/Halmstad Volley.

„Þetta er gott lið sem er á hverju ári í baráttu um titlana,“ sagði Jóna Guðlaug sem hafði leikið með Örebro í fjögur ár þegar hún söðlaði um. „Það er spennandi að komast í lið sem leikur árlega um alla titla sem keppt er um í Svíþjóð.“

Hylte/Halmstad Volley tapaði í úrslitum um sænska meistaratitilinn í vor en vann hinsvegar aðra keppni þar sem lið frá Danmörku og Skáni í Svíþjóð reyndu með sér og fram fer árlega. „Ég er að fara í betra lið en ég var í þar sem samkeppnin er líka meiri,“ sagði Jóna Guðlaug sem horfir fram til komandi keppnistímabils með eftirvæntingu. Hún er 29 ára gömul og lék með uppeldisfélagi sínu Þrótti í Neskaupstað en hefur einnig spilað með VC Kanti í Sviss, Rote Raben í Þýskalandi og norsku liðunum UiS Volley og Tromsö.

Sjá samtal við Jónu Guðlaugu í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert