Elísabet átti þriðja lengsta kast dagsins

Íslensku keppendurnir sem taka þátt á Ólympíuleikum ungmenna í Argentínu.
Íslensku keppendurnir sem taka þátt á Ólympíuleikum ungmenna í Argentínu. Ljósmynd/ÍSÍ

Elísabet Rut Rúnarsdóttir átti þriðja lengsta kastið í annarri umferð í sleggjukasti á Ólympíuleikum ungmenna sem nú standa yfir í Buenos Aires í Argentínu.

Elísabet kastaði 63,52 metra í annarri tilraun í dag. Fyrst kast hennar var 56,44 metrar og þriðja kastið 61,67 metrar. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að tvær umferðir fara fram og samanlögð lengd lengstu tveggja kastanna ráða úrslitum. Elísabet átti ekki gilt kast í fyrstu umferð og hafnaði samanlagt í síðasta sæti af 16 keppendum þar sem 14 af þeim áttu gild köst í báðum umferðum.

Í dag fór einnig fram lokahringurinn í liðakeppni í golfi þar sem Ingvar Andri Magnússon og Hulda Clara Gestsdóttir voru í eldlínunni. Í dag var leikinn höggleikur þar sem samanlagt skor þeirra taldi. Þau urðu í 11. sæti í keppni dagsins, samtals á sex höggum yfir pari.

Þrír hringir voru leiknir í liðakeppni í golfi. Fyrst fjórmenningur, svo fjórbolti og loks höggleikur. Samanlagður árangur Huldu og Ingvars skilaði þeim 28. sæti af 31 liði sem tók þátt en þau voru samanlagt á 22 höggum yfir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert