Ætlum okkur á pallinn

Eitt af dýnustökkum eins keppenda í blönduðu unglingasveitinni í undankeppninni …
Eitt af dýnustökkum eins keppenda í blönduðu unglingasveitinni í undankeppninni í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Arason

„Okkur gekk mjög vel fyrir utan kannski tvö föll,“ sagði Stefán Ísak Stefánsson, fyrirliði blandaðrar sveitar unglinga eftir ljóst varð að sveitin tryggði sér sæti í úrslitum Evrópumeistaramótsins í hópfimleikum í kvöld. Sveitin hafnaði í fjórða sæti af tíu liðum en sex þær efstu keppa til úrslita á föstudagskvöld.

„Í heildina var þetta mjög góður dagur,“ sagði Stefán. „Við ætluðum okkur bara í úrslitin og að hafna í fjórða sæti er alveg frábært því við getum alveg gert eitthvað betur. Það munaði ekki nema 0.750 stigum á okkur og Bretum sem voru í þriðja sæti. Nú erum við komnir í úrslitum og ætlum að hafa gaman af þessu.  Við ætlum að reyna að komast á pallinn,“ sagði Stefán Ísak Stefánsson í sjöunda himni eftir keppnina í íþróttahöllina í Odivela í nágrenni Lissabon í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert