Kristinn sá þriðji með HM-farseðil

Kristinn Þórarinsson.
Kristinn Þórarinsson. mbl.is/Ómar

Þrír íslenskir sundmenn náðu í dag lágmarki fyrir heimsmeistaramótið í 25 metra laug sem fram fer í Kína í desember.

Kristinn Þórarinsson úr ÍBR er þriðji maðurinn en fyrr í dag var greint frá því að Anton Sveinn McKee og Dadó Fenrir Jasminuson hefðu náð lágmarki, á Íslandsmeistaramótinu sem fram fer í Ásvallalaug í dag og um helgina.

Kristinn varð Íslandsmeistari í 200 metra fjórsundi á 2:00,04 mínútum en lágmarkið fyrir HM er 2:00,70.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert