Ásgeir hafnaði í 32. sæti

Ásgeir Sigurgeirsson hafnaði í 32. sæti á Evrópuleikunum í keppni …
Ásgeir Sigurgeirsson hafnaði í 32. sæti á Evrópuleikunum í keppni í 10 m loftbyssu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásgeir Sigurgeirsson keppti í 10 m loftbyssu karla á Evrópuleikunum í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær en Ásgeir hafnaði í 32. sæti. Ásgeir skaut 565 stig en sería hans var 95-93-94-93-97-93 og var hann með 12 innri tíur. Þetta skor er töluvert lægra en það sem Ásgeir hefur skotið að undanförnu, en allir bestu skotmenn Evrópu voru með í keppninni og var hæsta skor í undankeppninni 585 stig hjá Artem Chernousov frá Rússlandi.

Hann sigraði svo einnig úrslitakeppnina sem fram fór í framhaldinu með 241,4 stigum. Oleh Omelchuk frá Úkraínu lenti í öðru sæti og vann sér inn kvótapláss á Ólympíuleikana í Tókýó 2020, en Artem Chernousov hafði áður unnið sér inn kvótapláss á Heimsmeistaramótinu 2018.

Sveinbjörn Jun Iura keppti í -81 kg. flokki í júdó gær. Hann fékk yfirsetu í 64 manna úrslitum en í 32 manna úrslitum keppti hann á móti Ivaylo Ivanov frá Búlgaríu. Sveinbjörn fékk snemma í glímunni refsistig og Ivanov skoraði svo waza-ari eftir 1:20 mín og vann svo fullnaðarsigur, ippon, eftir 1:55 mín með góðu kasti. Ivanov hélt áfram sigurgöngu sinni fram í úrslitaglímuna þar sem hann þurfti að lúta fyrir Matthias Casse frá Þýskalandi sem sigraði með waza-ari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert