Sex Íslendingar keppa á HM í London

Thelma Björg Björnsdóttir er á meðal þátttakenda á HM í …
Thelma Björg Björnsdóttir er á meðal þátttakenda á HM í London.

Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í London dagana 9.-15. september næstkomandi. Sex íslenskir fulltrúar munu keppa á mótinu frá þremur félögum.

Mótið fer fram í Ólympíusundlauginni frá leikunum 2012 þar sem sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson vann gullverðlaun í 200m skriðsundi S14 á nýju heimsmeti.


Keppendur Íslands á HM í sundi 2019:

Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR - S6
Sonja Sigurðardóttir, ÍFR - S4
Róbert Ísak Jónsson, Fjörður/SH - S14
Guðfinnur Karlsson, Fjörður - S11
Már Gunnarsson, ÍRB - S11
Hjörtur Már Ingvarsson, Fjörður - S5

mbl.is