Æsispenna báðum megin

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á Garðavelli um helgina.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á Garðavelli um helgina. Ljósmynd/seth@golf.is

Atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Axel Bóasson báru sigur úr býtum á B59 Hotel-mótinu í golfi sem fram fór á Garðavelli á Akranesi um helgina, en mótið er það fyrsta í mótaröð Golfsambandsins á árinu 2020. Er þetta annað mótið á tveimur helgum sem nær allir bestu kylfingar landsins í karla- og kvennaflokki koma saman og leika sín á milli, en ÍSAM-mótið fór fram í Mosfellsbæ um síðustu helgi.

Ólafía og Axel áttu það sameiginlegt að vera nokkuð á eftir efstu kylfingum á tímabili, en með góðum endaspretti tókst þeim að tryggja sér sigur. Ólafía var fimm höggum á eftir Valdísi Þóru Jónsdóttur, sem lék á heimavelli, fyrir lokahringinn í gær. Með góðum leik saxaði Ólafía hægt og örugglega á Valdísi og voru þær jafnar á þremur höggum undir pari fyrir lokaholuna, sem er par 3-hola. Lék Ólafía hana á þremur höggum og Valdís á fjórum, sem tryggði Ólafíu sigurinn.

Uppáhaldsstaðan mín

„Ég var þolinmóð en á sama tíma ákveðin. Ég fór ekki öruggu leiðina og hélt áfram að taka áhættu og reyna að koma mér í færi,“ sagði Ólafía við Morgunblaðið eftir mótið. Ólafía var í svipaðri stöðu í Mosfellsbæ er hún var að elta Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur nánast allt mótið. Um síðustu helgi hafði Guðrún að lokum betur í bráðabana, en nú stóð Ólafía uppi sem sigurvegari.

Umfjöllunin um golfmótið er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert