Öllum íþróttamótum frestað

Úr leik Vals og Fylkis í síðustu viku.
Úr leik Vals og Fylkis í síðustu viku. mbl.is/Árni Sæberg

Yfirvöld hafa biðlað til íþróttahreyfingarinnar að fresta öllum íþróttamótum og keppnum fullorðinna í tíu daga eða þar til 10. ágúst. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Safnahúsinu í dag þar sem kynntar voru hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Takmörkunin á að ná til allra iðkenda sem eru fæddir 2004 eða fyrr.

„Við biðlum til íþróttahreyfingarinnar að fresta öllum íþróttaviðburðum um eina viku, eða til 10. ágúst,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á fundinum. Einnig miðast nú fjöldatakmörkun við 100 einstaklinga auk þess sem tveggja metra regl­an verður viðhöfð þar sem fólk kem­ur sam­an og í allri starf­semi.

Þessi aðgerð tekur gildi á hádegi á morgun og ljóst að hún hefur áhrif á Íslandsmótið í knattspyrnu en meðal annars áttu tvær heilar umferðir að fara fram í efstu deild karla og ein í efstu deild kvenna á þessu tímabili. Einnig átti að spila í fyrstu deildum karla og kvenna. Íslandsmótið í golfi átti einnig að byrja fimmtudaginn 6. ágúst í Mosfellsbæ. Þá átti að halda krikketmót í Hafnarfirði um næstu helgi sem sjónvarpa átti til Indlands en gert hafði verið ráð fyrir um 1,5 milljónum áhorfenda.

Uppfært 14:14: Upprunalega sagði að öllum íþróttaviðburðum yrði frestað en það eru tilmæli yfirvalda til íþróttahreyfingarinnar. For­ráðamenn hjá  mörgum sér­sam­bönd­un­um ráða nú ráðum sín­um eft­ir upp­lýs­inga­fund al­manna­varna.

Hertar sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi á hádegi föstudaginn 31. júlí.
Hertar sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi á hádegi föstudaginn 31. júlí. Graf/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert