Hormónamagnið skal minnkað

Caster Semenya í keppni í Frakklandi.
Caster Semenya í keppni í Frakklandi. AFP

Mál hlauparans Caster Semenya er eitt það áhugaverðasta sem komið hefur upp í íþróttaheiminum á síðustu árum. En um leið er það eitt hið leiðinlegasta.

Á tímum þegar barist hefur verið fyrir því að afreksíþróttafólk taki ekki lyf sem hafa áhrif á frammistöðu, stendur tvöfaldur ólympíumeistari í 800 metra hlaupi kvenna frammi fyrir því að þurfa að taka inn lyf til að fá að keppa áfram í greininni.

Málið er mjög óvenjulegt en forsagan er sú að alþjóðasamband í einni íþróttagrein, Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, setti reglu árið 2019 sem reyndist umdeild. Í henni felst að keppendur með of mikið hormónamagn í líkamanum þurfa að taka hormóna til að ná magninu niður til að mega keppa í ákveðnum vegalengdum í hlaupum. Caster Semenya fór í mál til að fá reglunni hnekkt en varð ekki ágengt og á dögunum tapaði hún málinu fyrir hæstarétti í Sviss.

Sjá fréttaskýringu um mál Semenya í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert