Í borginni tróna hirðuleysingjar

Íslenskt frjálsíþróttafólk er úti í kuldanum hjá Reykjavíkurborg.
Íslenskt frjálsíþróttafólk er úti í kuldanum hjá Reykjavíkurborg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fleiri hundruð íþróttamenn á höfuðborgarsvæðinu missa æfingaaðstöðuna sína í um sex vikur í sumar á meðan Laugardalshöllin hýsir alþjóðlegt rafíþróttamót þar sem atvinnumenn í tölvuleikjum frá öllum heimshornum keppa sín á milli.

Rafíþróttum vex fiskur um hrygg með hverju árinu sem líður og alveg ljóst að þær eru komnar til að vera. Áhuginn er gríðarlegur og er búist við að milljónir manna muni horfa á beina útsendingu frá mótinu í Laugardalnum í maí. Það er auðvitað ágæt landkynning og krónur í kassann.

Erfitt er þó að kenna ekki í brjósti um íþróttafólkið sem fékk auðvitað engu um þetta ráðið. Vandamálið sjálft er hins vegar ekki að íþrótta- og sýningarhöllin hýsi stundum eitthvað annað en íþróttir, eins og nafn hennar gefur til kynna.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert