Ekki hægt að kalla þetta ofbeldi

„Ég ætla að berjast, ásamt góðu fólki, fyrir því að atvinnuhnefaleikar verði löglegir á Íslandi,“ sagði Valgerður Guðsteinsdóttir, tvöfaldur Íslandsmeistari í hnefaleikum og fyrsta og eina íslenska atvinnukonan í íþróttinni, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Valgerður byrjaði að æfa hnefaleika árið 2009 en ákvað árið 2012 að ganga skrefinu lengra og huga að atvinnumennsku í greininni.

Valgerður er með sænskt keppnisleyfi en atvinnuhnefaleikar hafa verið bannaðir hér á landi síðan árið 1956 og er hún hluti af stórum hópi fólks sem vill lögleiða atvinnuhnefaleika á Íslandi.

„Þú ferð sjálfviljugur og vel æfður inn í hringinn gegn andstæðingi þar sem gagnkvæm virðing ríkir á milli keppnisfólks,“ sagði Valgerður.

„Ég skil ekki hvernig það er hægt að kalla það ofbeldi, í stýrðu umhverfi með fullorðnum einstaklingum,“ bætti Valgerður við.

Viðtalið við Valgerði í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert