Ætlaði bara að hlaupa eins hratt og ég gat

Glódís Edda Þuríðardóttir á fleygiferð á Akureyri um helgina.
Glódís Edda Þuríðardóttir á fleygiferð á Akureyri um helgina. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Glódís Edda Þuríðardóttir úr KFA gerði afar góða hluti á 95. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Þórsvelli á Akureyri um helgina.

Glódís keppti í fimm greinum, vann í þremur þeirra, tók eitt brons og setti mótsmet í 100 metra grindahlaupi er hún hljóp á 13,43 sekúndum. Hún kom einnig fyrst í mark í 400 metra hlaupi og 400 metra grindahlaupi. Þá fékk hún brons í kúluvarpi.

„Ég er mjög ánægð með hvernig þetta gekk, sérstaklega í 100 metra grindinni sem ég hef lagt mikla vinnu í. Ég er að keppa í sjöþraut og ég stefni á hana. Ég er fjölþrautakona og keppi því í mörgum greinum,“ sagði Glódís í samtali við Morgunblaðið.

Glódís, sem er aðeins 18 ára, segir árangurinn ekki endilega koma sér á óvart. „Þetta kom mér ekki á óvart því ég vissi að ég ætti þetta inni. Ég get svo gert enn betur en ég var mjög glöð með að ná loksins svona góðu hlaupi í 100 metra grindinni. Ég var ekki búin að setja mér tímamarkmið, en ég ætlaði bara að hlaupa eins hratt og ég gat.“

Sjáðu viðtalið við Glódísi í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »