Glódís náði HM-lágmarki í Búlgaríu

Glódís Edda Þuríðardóttir í 100 m grindahlaupinu á Meistaramóti Íslands …
Glódís Edda Þuríðardóttir í 100 m grindahlaupinu á Meistaramóti Íslands fyrr í þessum mánuði. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Glódís Edda Þuríðardóttir náði lágmarki fyrir heimsmeistaramótið U20 ára í frjálsíþróttum þegar hún keppti í 100 metra grindahlaupi í Evrópubikarkeppni landsliða í Stara Zagora í Búlgaríu um síðustu helgi.

Glódís Edda hafnaði þar í fimmta sæti í hlaupinu á 14,03 sekúndum. Lágmarkið er 14,15 sekúndur og Glódís keppir því á heimsmeistaramótinu um miðjan ágúst en það fer fram í Nairobi í Kenía.

mbl.is