Ýttum hvor annarri áfram

„Það var ekki beint rígur á milli okkar heldur meira bara heilbrigð samkeppni,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í sundi, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Eygló var kjörin íþróttamaður ársins árið 2015 en hún vann til tvennra bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í Net­anya í Ísra­el, í 100m og 200m baksundi, fyrst íslenskra kvenna.

Þá hafnaði hún í áttunda sæti á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu árið 2016 en hún fór á tvenna Ólympíuleika áður en hún lagði sundhettuna á hilluna í fyrra.

„Ef einhver náði árangri innan landsliðsins þá nýtti maður sér það til þess að ýta sér áfram,“ sagði Eygló.

„Ég og Hrafnhildur [Lúthersdóttir] vorum sem dæmi að ná mjög svipuðum árangri á svipuðum tíma.

Við settum pressu á hvor aðra og ýttum hvor annarri áfram ef svo má segja,“ sagði Eygló.

Viðtalið við Eygló í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert