Nýtt Íslandsmet í Finnlandi

Katla Björk Ketilsdóttir.
Katla Björk Ketilsdóttir. Ljósmynd/Lyftingasamband Íslands

Katla Björk Ketilsdóttir setti nýtt Íslandsmet í samanlögðum árangri í 64 kg flokki U23 ára á Evrópumeistaramótinu í Rovaniemi í Finnlandi í dag.

Katla snaraði 83 kg sem er jöfnun á Íslandsmeti og þá náði hún 99 kg í jafnhendingu sem skilaði sér í samtals 182 kg í samanlögðum árangri sem er jafnframt nýtt Íslandsmet.

Hún bætti sig um 3 kg í snörun og 7 kg í jafnhendingu og því um miklar framfarir að ræða hjá Kötlu Björk.

Hún fékk 240,28 Sinclair-stig fyrir árangurinn og náði þar með C-lágmarki fyrir heimsmeistaramót fullorðinna sem fram fer í Úsbekistan í desember á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert