Munum alltaf elska þig af öllu okkar hjarta

Marko Grilc lést í snjóbrettaslysi í síðustu viku.
Marko Grilc lést í snjóbrettaslysi í síðustu viku. Ljósmynd/@burtonsnowboard

Nina Grilc minntist eiginmanns síns og snjóbrettakappans fyrrverandi Marko Grilc með hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram í vikunni.

Marko Grilc lést í alvarlegu snjóbrettaslysi í Sölden í austurrísku ölpunum hinn 24. nóvember en hann féll með höfuðið á stein sem var þakinn snjó og lést samstundis.

Snjóbrettakappinn, sem var 38 ára gamall og þekkt stærð í snjóbrettaheiminum, skilur eftir sig eiginkonu og tvö börn en eiginkona hans Nina á von á þeirra þriðja barni á næstu dögum.

„Það er svo erfitt að skrifa um þig í þátíð því ég bíð ennþá eftir því að þú gangir inn um dyrnar heima eins og ekkert hafi í skorist,“ skrifaði Nina á Instagram.

„Marko var okkur allt. Sumir vilja meina að Instagram sé glansmynd af lífinu sjálfu en ekki í þínu eða okkar tilfelli. Lífið með þér var í einu orði sagt stórkostlegt, hvort sem við vorum í fjallinu eða ekki.

Betri föður var erfitt að finna og ef dóttur okkar langaði í kjól þá tók hann fram saumavélina og saumaði. Hann var fyrirmynd sonar okkar í einu og öllu og hans besti vinur. Hann var ástin í mínu lífi alveg frá því ég hitti hann fyrst.

Ég vona að hvar sem hann er muni hann bíða eftir okkur svo við getum verið öll saman aftur, einhversstaðar, einhvern tímann. Við munum alltaf elska þig af öllu okkar hjarta,“ skrifaði Nina ennfremur á Instagram.

View this post on Instagram

A post shared by Nina Grilc (@ninakay)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert