Kristín líkleg til afreka á EM

Kristín Þórhallsdóttir er líkleg til afreka á Evrópumeistaramótiniu í klassískum …
Kristín Þórhallsdóttir er líkleg til afreka á Evrópumeistaramótiniu í klassískum kraftlyftingum. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir er líkleg til afreka á Evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum sem fram fer í Västerås í Svíþjóð, dagana 3. - 12. desember. 

Kristín keppir í -84kg flokki kvenna en hún vann til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í Halmstad í Svíþjóð sem fram fór í september og október. 

Alls eru fimm Íslendingar eru á leið á Evrópumeistaramótið en Birgit Rós Becker keppir í -76kg flokki. Birgit er á leið á sitt fjórða Evrópumeistaramót.

Þeir Hilmar Símonarson og Aron Friðrik Georgsson eru báðir á leið á sitt fyrsta Evrópumeistaramót en þetta er fyrsta stórmót Hilmars sem keppir í -66kg flokki en hann er jafnframt fyrsti íslenski keppandinn í þessum þyngdarflokki. Aron Friðrik keppir í -120kg flokki.

Þá keppir Viktor Samúelsson í -105kg flokki en hann hafnaði í 6. sæti á HM í Halmstad í Svíþjóð og hefur fjórum sinnum verið kjörinn íþróttamaður Akureyrar. 

Aron Friðrik Georgsson er á leið á sitt fyrsta Evrópumeistaramót.
Aron Friðrik Georgsson er á leið á sitt fyrsta Evrópumeistaramót. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert