Sjaldan er ein báran stök

Mark Cavendish.
Mark Cavendish. AFP

Sjaldan er ein báran stök segir máltækið og á ágætlega við hjá hjólreiðakappanum Mark Cavendish um þessar mundir. 

Cavendish slasaðist í keppni í Belgíu á dögunum eins og sjá má í meðfylgjandi frétt. Féll þá saman í honum lunga og tvö rifbein brotnuðu. 

Raunum Cavendish var hins vegar ekki lokið því innan við viku síðar urðu hann, eiginkonan og börn þeirra fyrir árás vopnaðra innbrotsþjófa. 

Fjölskyldan býr í Essex í Englandi og var í fastasvefni þegar fjórum vopnuðum mönnum tókst að brjóta sér leið inn á heimilið á þriðja tímanum um nóttina.  

Ógnuðu þeir fjölskyldumeðlimum með hnífum og létu greipar sópa. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að enginn úr fjölskyldunni hafi meiðst en þeim hafi verið illa brugðið og hafi fengið hálfgert áfall. 

Þjófarnir hafa ekki verið handsamaðir og hafa lögregluyfirvöld birt myndir úr öryggismyndavélum í þeirri von um að einhverjir geti borið kennsl á þá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert