Guðmundur, Íris, Ívar og Jórunn Íslandsmeistarar

Frá mótinu í morgun.
Frá mótinu í morgun. Ljósmynd/STÍ

Í morgun fór fram Íslandsmeistaramótið í loftriffli og í gær fór Íslandsmeistaramótið í loftskammbyssu fram. Bæði mót fóru fram í Egilshöllinni.

Íslandsmeistari í loftriffli í karlaflokki varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 579,5 stig, annar varð Robert Vincent Ryan úr SR með 546,9 stig og þriðji varð Þorsteinn B. Bjarnason úr SR með 519,4 stig.

Í kvennaflokki sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 586,5 stig og Jórunn Harðardóttir úr SR önnur með 583,1 stig.

Íslandsmeistari í loftskammbyssu varð Ívar Ragnarsson úr SFK með 564 stig, Jón Þór Sigurðsson úr SFK varð annar með 550 stig og Bjarki Sigfússon úr SFK þriðji með 533 stig.

Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 547 stig, Kristína Sigurðardóttir úr SR varð önnur með 541 stig og þriðja varð Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 530 stig.

Óðinn Magnússon úr SKY varð Íslandsmeistari drengja með 473 stig. Íslandsmeistari stúlkna varð Sóley Þórðardóttir úr SKAUST með 511 stig en Viktoría E. Bjarnarson úr SR varð önnur með 409 stig.

mbl.is