Vann hlaupið eftir 214 kílómetra

Kristján þegar hann kom í mark.
Kristján þegar hann kom í mark. Skjáskot/Náttúruhlaupin

Hlaup­ar­inn Kristján Svan­ur Ey­munds­son er kominn í mark í Bak­g­arðshlaupi Nátt­úru­hlaup­a í Heiðmörk og hefur því unnið hlaupið en hann stóð einn eftir á 32. hring.

Kristján hljóp því alls 214,4 kílómetra, en hlaupið hófst klukkan 9 í gærmorgun.

„Tek ég ekki einn hring í viðbót?“ sagði Kristján í gríni þegar hann kom í mark. Þakkaði hann síðan fyrir stuðninginn áður en haldið var inn úr rigningunni.

Skjáskot/Náttúruhlaupin
Úr beinu streimi Náttúruhlaupanna þegar Kristján lyfti bikarnum.
Úr beinu streimi Náttúruhlaupanna þegar Kristján lyfti bikarnum. Skjáskot/Náttúruhlaupin
Kristján var einn eftir.
Kristján var einn eftir. mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert