Stefán og félagar í úrslit í Þýskalandi

Stefán Númi Stefánsson, fyrir miðri mynd, með varnarmann í fanginu.
Stefán Númi Stefánsson, fyrir miðri mynd, með varnarmann í fanginu. Ljósmynd/Aðsend

Potsdam Royals hafði betur gegn Köln Crocodiles í undanúrslitum úrslitakeppninnar í ruðningi í Þýskalandi í dag og er þar með komið í úrslitaleikinn um þýska meistaratitilinn.

Leiknum lauk með öruggum 49:21-sigri Potsdam.

Stefán Númi Stef­áns­son leik­ur með Pots­dam sem sókn­ar­línumaður og er hans hlut­verk á vell­in­um að vernda leik­stjórn­anda síns liðs.

Liðið mætir Schwabisch Unicorns í úrslitaleiknum þann 8. október næstkomandi.

Leikurinn fer fram á Deutsche Bank-vellinum í Frankfurt, heimavelli knattspyrnufélagsins Eintracht Frankfurt og er búist við 20.000 áhorfendum á leikvanginn, sem tekur 48.000 áhorfendur.

mbl.is