Irma skammt frá Íslandsmetinu

Tinna Ósk Whitworth sigraði í 200 metra hlaupi kvenna í …
Tinna Ósk Whitworth sigraði í 200 metra hlaupi kvenna í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Irma Gunnarsdóttir úr FH var sextán sentimetrum frá Íslandsmeti sínu í þrístökki kvenna innanhúss og setti nýtt mótsmet þegar hún sigraði í greininni á Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum í Laugardalshöllinni í dag.

Irma stökk 12,97 metra en Íslandsmetið sem hún setti í desember er 13,13 metrar. Árangurinn er betri en næstbesti árangur Íslendings í greininni en Sigríður Anna Guðjónsdóttir var áður Íslandsmethafi með 12,83 metra frá árinu 1997.

Stórmótinu lauk síðdegis í dag og sigurvegarar í öðrum greinum í dag voru eftirtaldir:

Irma Gunnarsdóttir sigraði bæði í þrístökki og langstökki á Stórmóti …
Irma Gunnarsdóttir sigraði bæði í þrístökki og langstökki á Stórmóti ÍR. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Daníel Ingi Egilsson úr FH sigraði í þrístökki karla, stökk 15,21 metra, en hann sigraði einnig í langstökkinu í gær.

Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH sigraði í 200 m hlaupi karla á 21,63 sekúndum sem er mótsmet.

Tiana Ósk Whitworth úr ÍR sigraði í 200 m hlaupi kvenna á 25,26 sekúndum.

Þorsteinn Jóhannsson sigraði í 3.000 metra hlaupi karla á 8:56,66 mínútum.

Sóley Kristín Einarsdóttir úr ÍR sigraði í hástökki kvenna, stökk 1,70 metra.

Daníel Breki Elvarsson frá  Selfossi sigraði í hástökki karla, stökk 1,82 metra.

Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki sigraði í 60 m grindahlaupi kvenna á 8,90 sekúndum.

Guðmundur Heiðar Guðmundsson úr FH sigraði í 60 m grindahlaupi karla á 8,68 sekúndum.

Kristinn Þór Kristinsson frá Selfossi sigraði í 800 m hlaupi karla á 1:56,48 mínútu.

Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir úr FH sigraði í 800 m hlaupi kvenna á 2:16,01 mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert