Sjónarsviptir að Snorra

Snorri Einarsson við keppni á Vetrarólympíuleikunum í Peking á síðasta …
Snorri Einarsson við keppni á Vetrarólympíuleikunum í Peking á síðasta ári. Ljósmynd/SKÍ

Það verður sjónarsviptir að Snorra Einarssyni, fremsta skíðagöngumanni Íslands frá upphafi.

Eftir að hafa hafnað í 15. sæti í 50 kílómetra skíðagöngu á HM í Planica í Slóveníu í byrjun mánaðarins sagði Snorri stuttu síðar í samtali við Morgunblaðið að hann hafi fundið það innra með sér að þetta væri komið gott, hann væri hættur keppni.

Snorri er 37 ára gamall og er því á aldursbili sem er algengt fyrir skíðagöngukappa að láta staðar numið.

Þrátt fyrir það verst maður ekki þeirri hugsun að Snorri sé upp á sitt allra besta um þessar mundir og ætti því hæglega að geta átt nokkur gjöful ár til viðbótar.

Hann hefur nefnilega beinlínis aldrei verið betri þar sem 15. sæti á heimsmeistaramóti er hans besti árangur á ferlinum og um leið besti árangur Íslendings í 50 km göngu.

Bakvörð Gunnars má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert