„Ég elska þessa íþrótt“

Valgarð Reinhardsson varð Íslandsmeistari í fjölþraut í sjöunda sinn í …
Valgarð Reinhardsson varð Íslandsmeistari í fjölþraut í sjöunda sinn í Egilshöllinni í Grafarvogi um helgina. mbl.is/Óttar Geirsson

Valgarð Reinhardsson varð um helgina Íslandsmeistari í fjölþraut í sjöunda sinn alls á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í Egilshöll.

Valgarð, sem er 26 ára gamall, hefur verið fremsti fimleikamaður landsins undanfarinn áratug en hann varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2015.

Á Íslandsmótinu um helgina vann hann einnig til gullverðlauna á tvíslá og svifrá og þá hafnaði hann í öðru sæti á bogahesti en hann hefur átján sinnum unnið til gullverðlauna á einstökum áhöldum á Íslandsmóti í áhaldafimleikum.

„Ég er mjög sáttur við árangurinn um helgina,“ sagði Valgarð í samtali við Morgunblaðið.

„Ég er búinn að vera að glíma við bakmeiðsli síðustu sex vikurnar en á sama tíma var ég kominn í ágætis stand fyrir þremur vikum síðan. Undirbúningurinn var því ekki eins og best verður á kosið og æfingarnar sem ég framkvæmdi á gólfi voru til dæmis léttari en þær sem ég framkvæmdi í fyrra. Ég ákvað það í samráði við þjálfarana mína að ég myndi ekki keppa á gólfi eða í stökki þegar keppni í einstökum áhöldum fór fram á sunnudeginum til þess að hlífa bakinu.

Allt annað gekk hins vegar mjög vel og ég reyndi til að mynda við aðeins erfiðari æfingar en ég er vanur að framkvæma, með HM í Belgíu í huga, og það gekk mjög vel. Ég var hálfbúinn á því á sunnudeginum, satt best að segja, enda mikil átök bæði á laugardaginn og sunnudaginn, fimm tímar í senn, þannig að ég var alveg farinn að finna fyrir þreytu en mér tókst að ýta sjálfum mér í gegnum hana sem ég er mjög sáttur við,“ sagði Valgarð.

Viðtalið við Valgarð má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »