Öruggur sigur hjá HK

HK-ingar fagna stigi.
HK-ingar fagna stigi. Ljósmynd/Abela Nathansdóttir

HK vann öruggan sigur á Stál-úlfi, 3:0, þegar liðin mættust í svokallaðri krossumferð í úrvalsdeild karla í blaki í Digranesi í gærkvöld.

HK vann fyrstu hrinuna 25:22, aðra hrinu 25:19 og þá þriðju 25:19 og leikinn þar með 3:0.

Stigahæstir í liði HK voru Mateusz Klóska og Valens Torfi Ingimundarson með 14 stig hvor. Stigahæstir í liði Stál-úlfs voru Piotr Kempisty með 12 stig og Andrzej Kubicki með 11 stig.

Stál-úlfur hefur lokið keppni í deildinni en HK mætir Þrótti frá Fjarðabyggð í Digranesi á laugardaginn. Það verða Hamar, Afturelding, KA, Vestri, HK og Þróttur Fjarðabyggð sem leika síðan áfram um Íslandsmeistaratitilinn.

mbl.is