„Púttaði eins og pappakassi“

Magnús Lárusson skoðar púttlínuna á 8. flötinni í leiknum gegn …
Magnús Lárusson skoðar púttlínuna á 8. flötinni í leiknum gegn Ólafi í dag. mbl.is/hj

Magnús Lárusson úr GKj féll úr leik í undanúrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni. Magnús byrjaði illa og var því í barningi allan tímann eftir að hafa tapað þremur af fjórum fyrstu holunum.

„Munurinn á mér og Óla í dag var fyrst og fremst púttin, ég fann mig engan veginn á flötunum svo ég verð bara að vona að það gangi betur næst.“

Magnús sigraði á DHL Shootout mótinu sem fram fór á Nesinu fyrr í vikunni og átti því möguleika á því að tryggja sér sinn annan sigur á innan við viku, en allt kom fyrir ekki.

Magnús var að missa mörg stutt pútt og eftir að hafa lent fjórum holum undir eftir 11 holur tók hann sig á, Magnús náði að minnka muninn í tvær holur eftir að 15 holur voru búnar en hann náði ekki að minnka muninn enn frekar og tapaði einvíginu því 2/1 á 17. flötinni.

Ólafur Már og Magnús léku um sæti í úrslitaleiknum á …
Ólafur Már og Magnús léku um sæti í úrslitaleiknum á Íslandsmótinu í höggleik. mbl.is/hj
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert