Annríki framundan hjá Ólöfu Maríu

Ólöf María horfir á eftir teighöggi sínu á 14. teig …
Ólöf María horfir á eftir teighöggi sínu á 14. teig í úrslitaleiknum gegn Tinnu. hj/mbl.is

Ólöf María Jónsdóttir nýkrýndur Íslandsmeistari í holukeppni í golfi mun hafa í mörgu að snúast á næstunni. Hún sagði í viðtali eftir holukeppnina að næsta verkefni hjá sér væri að taka þátt í sveitakeppninni í golfi fyrir sinn klúbb, Keilir, en keppnin mun fara fram í Garðabæ um næstu helgi.

Eftir sveitakeppnina taka við undirbúningur og stífar æfingar fyrir úrtökumót á Evrópsku mótaröðinni í golfi, en það mót fer fram á Ítalíu í næsta mánuði.

Ólöf sagðist ætla að einbeita sér að Evrópu í ár auk þess sem hún ætlar að taka þátt í mótum á Futures mótaröðinni, en hún ætlar að taka sér smá hvíld frá mótum í Bandaríkjunum í ár.

mbl.is